Company details

Heimavellir hf.

  • Print
  • Share Share
en is

Heimavellir leigufélag býður uppá gott úrval af leiguíbúðum fyrir einstaklinga og fjölskyldur með örugga leigu til langs tíma. Markmið Heimavalla er að bjóða leigjendum upp á persónulega og áhyggjulausa þjónustu.

Þannig svarar félagið eftirspurn á húsnæðismarkaði eftir stöðugleika og öryggi í húsnæðismálum. Félagið byggir á gömlum grunni og starfsfólk félagsins hefur áralanga reynslu af umsjón, útleigu, rekstri og viðhaldi fasteigna.

Heimavellir er leigufélag sem rekið er í anda sambærilegra leigufélaga sem starfrækt hafa verið víða í Evrópu um áratuga skeið, en tilvist slíkra leigufélaga, sem bjóða uppá örugga langtímaleigu sem valkost, er mikilvægur og eðlilegur hluti af þroskuðum og heilbrigðum fasteignamarkaði.